Um okkur
Við höfum reynslu í öllu sem við kemur flutningum hversu stórar eða smáar sendingarnar eru. Og hvert á land sem er.
- Vel tækjum búnir í jarðvinnuframkvæmdum.
Opið 24/7 fyrir neyðarþjónustu!
Laugavegshús er nú komið í Hólminn
„Húsið góða sómir sér vel á nýjum stað og í raun er eins og það hafi alla tíð verið hér í Stykkishólmi,“ segir Jón Ragnar Daðason tréskipasmiður.
Í síðustu viku var timburhúsið sem lengi stóð við Laugaveg 27b í Reykjavík flutt vestur í Stykkishólm og komið þar fyrir eftir að hafa verið síðustu misserin á geymslusvæði í Laugarnesi í Reykjavík.
Þegar framkvæmdir hófust á vegum Þingvangs ehf. á Brynjureitnum svokallaða við Laugaveg í Reykjavík þurftu eldri byggingar þar að víkja. Húsið, sem nú hefur verið flutt vestur, var reist laust fyrir aldamótin 1900, jarðhæð og ris, en seinna stækkað með því að einni hæð og íbúð var bætt við. Af Laugaveginum var húsið flutt árið 2015 og þá leituðu Þingvangur og Minjastofnun til Jóns Ragnars, sem í smíðavinnu sinni hefur einbeitt sér að eldri húsum og skipum. Úr varð að hann fékk húsið fyrir málamyndagjald og endurbætti verulega á geymslustað í borginni.
Flutningurinn vestur var vandaverk. Millihæð var fjarlægð og húsið fært í upprunalegt horf. Vestur voru risið og hæðin, sem höfðu verið stífuð vel af, flutt sitt á hvorum vagninum. Flutningurinn, sem starfsmenn fyrirtækisins BB & synir í Stykkishólmi höfðu með höndum, gekk vel þótt vandasamur væri.
tekið af vef Morgunsblaðsins 1. júní 2021