Um okkur

Við höfum reynslu í öllu sem við kemur flutningum hversu stórar eða smáar sendingarnar eru. Og hvert á land sem er.  

Vel tækjum búnir í jarðvinnuframkvæmdum .


Laugavegshús er nú komið í Hólminn


„Húsið góða sóm­ir sér vel á nýj­um stað og í raun er eins og það hafi alla tíð verið hér í Stykk­is­hólmi,“ seg­ir Jón Ragn­ar Daðason tré­skipa­smiður.

Í síðustu viku var timb­ur­húsið sem lengi stóð við Lauga­veg 27b í Reykja­vík flutt vest­ur í Stykk­is­hólm og komið þar fyr­ir eft­ir að hafa verið síðustu miss­er­in á geymslu­svæði í Laug­ar­nesi í Reykja­vík.

Þegar fram­kvæmd­ir hóf­ust á veg­um Þingvangs ehf. á Brynjureitn­um svo­kallaða við Lauga­veg í Reykja­vík þurftu eldri bygg­ing­ar þar að víkja. Húsið, sem nú hef­ur verið flutt vest­ur, var reist laust fyr­ir alda­mót­in 1900, jarðhæð og ris, en seinna stækkað með því að einni hæð og íbúð var bætt við. Af Lauga­veg­in­um var húsið flutt árið 2015 og þá leituðu Þingvang­ur og Minja­stofn­un til Jóns Ragn­ars, sem í smíðavinnu sinni hef­ur ein­beitt sér að eldri hús­um og skip­um. Úr varð að hann fékk húsið fyr­ir mála­mynda­gjald og end­ur­bætti veru­lega á geymslu­stað í borg­inni.

Flutn­ing­ur­inn vest­ur var vanda­verk. Milli­hæð var fjar­lægð og húsið fært í upp­runa­legt horf. Vest­ur voru risið og hæðin, sem höfðu verið stífuð vel af, flutt sitt á hvor­um vagn­in­um. Flutn­ing­ur­inn, sem starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins BB & syn­ir í Stykk­is­hólmi höfðu með hönd­um, gekk vel þótt vanda­sam­ur væri.

tekið af vef Morgunsblaðsins 1. júní 2021